Halló á ný.
Nú er ég stiginn upp úr enn einni ælupestinni og er nú farinn að vona að þetta sé nóg í bili. Ég hef sjaldan upplifað annað eins tímabil og síðustu 3 mánuði.
Nú er verkefnavinna á fullu og satt best að segja gengur það frekar illa. Við í minni grúppu erum líklega töluvert á eftir miðað við aðra. En þetta kemur allt með kalda vatninu eins og þeir segja.
Annars hef ég nú frá litlu að segja. Maður er að berjast í þessum "verk"-efnum dag og nótt og annað kemst ekki að. Sólrún og börnin þurfa að þola þetta ástand í ca. 10 daga í viðbót og svo er smá próflestur og svo frí. Ég tek mér frí frá 22.des til áramóta svo fer maður að undirbúa próflestur fyrir prófin 2 sem eru í janúar.
Af fréttum er það helst hér að eitt ráðuneytið hérna misreiknaði sig aðeins þegar það var að áætla dagpeninga og eftirlaun. Þessir peningar eru greiddir út vikulega og það sem klikkaði var að á þessu ári eru 53 vikur en ekki 52. Þessi litla skekkja var bara upp á 860 milljónir danskra króna. Skemmtilegt.
jæja bið að heilsa í bili.
Arnar Thor
Nú er ég stiginn upp úr enn einni ælupestinni og er nú farinn að vona að þetta sé nóg í bili. Ég hef sjaldan upplifað annað eins tímabil og síðustu 3 mánuði.
Nú er verkefnavinna á fullu og satt best að segja gengur það frekar illa. Við í minni grúppu erum líklega töluvert á eftir miðað við aðra. En þetta kemur allt með kalda vatninu eins og þeir segja.
Annars hef ég nú frá litlu að segja. Maður er að berjast í þessum "verk"-efnum dag og nótt og annað kemst ekki að. Sólrún og börnin þurfa að þola þetta ástand í ca. 10 daga í viðbót og svo er smá próflestur og svo frí. Ég tek mér frí frá 22.des til áramóta svo fer maður að undirbúa próflestur fyrir prófin 2 sem eru í janúar.
Af fréttum er það helst hér að eitt ráðuneytið hérna misreiknaði sig aðeins þegar það var að áætla dagpeninga og eftirlaun. Þessir peningar eru greiddir út vikulega og það sem klikkaði var að á þessu ári eru 53 vikur en ekki 52. Þessi litla skekkja var bara upp á 860 milljónir danskra króna. Skemmtilegt.
jæja bið að heilsa í bili.
Arnar Thor
Ummæli